Sirkusnámskeið - Leiðtogafærni og samspil með Ragnheiði Þorvalds
Updated: Feb 1
Skráningarfrestur er til miðnættis 1.febrúar.
Helgarnámskeið í leiðtogafærni og samspili verður haldið í reiðhöll Mána helgina 3.-4.febrúar nk.
Kennari á námskeiðinu er Ragnheiður Þorvaldsdóttir. Námskeiðið samanstendur af 5 tímum í heildina, 1 bóklegum og 4 verklegum.
Stutt lýsing: Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun. Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt. Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Opnað hefur verið fyrir skráningu í Sportabler, verð á námskeiði er 12500kr.
Drög að dagskrá:
Laugardagur
kl 9. Bóklegur timi
Kl.10 Hópur 1
Kl.11 Hópur 2
Kl.12 Hópur 3
Kl.13 matur
Kl.13.30 Hópur 1
Kl.14.30 Hópur 2
kl.15.30 Hópur 3
Sunnudagur
Kl. 10 Hópur 3
Kl. 11 Hópur 2
Kl.12 Hópur 1
Kl.13 Matur
Kl.14 Hópur 3
Kl.15 Hópur 2
Kl.16 Hópur 1
Opmerkingen