Reglur um rekstur hrossa
Samþykkt á stjórnarfundi 15.maí 2024
Heimilt er að vera með rekstur á eftirfarandi tímum:
1.janúar til 30.mars 08:00-10:00
1.apríl til 1.júní 06:00-09:00
1.júní til 31.desember aðeins heimill í samráði við beitarstjóra.
1. Þeir sem stunda rekstur skulu tryggja að allar lokanir séu fjarlægðar að rekstri loknum.
2. Ekki er heimilt að reka fleiri en 15 hross í einu.
3. Þeir sem stunda rekstur gera það á eigin ábyrgð. Verði tjón á aðstöðu sem rekja má til rekstur skal viðkomandi bæta tjónið til félagsins.
4. Einungis skuldlausum félagsmönnum er heimilt að stunda rekstur.
5. Akstur bifreiða er óheimil á rekstrarleið. Óheimilt er að aka bifreið á beitinni á Mánagrund.
6. Taka verður tillit til ástands reiðvega áður en rekstur hefst, þ.e. hvort reiðvegur þoli álagið vegna þýðu eða bleytu.
7. Formanni / stjórn félagsins er heimilt að takmarka rekstur án fyrirvara.
Stjórn Mána